Námskeið

| Fleira

Höfum gaman - leikum okkur og lærum um tónlist

Höfum gaman - leikum okkur og lærum um tónlist
Fyrirtæki: Höfum gaman
Heimilisfang / Address: Grófarsmári 18
Borg / Bær: Kópavogur
Póstnúmer: 201
Landshluti: Stór-Reykjavíkursvæðið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Heimasíða/Website
Um námskeiðið:
6 vikna tónlistarnámskeið fyrir 2-5 ára börn og foreldra þeirra.

Námskeið hefjast:
laugardaginn 12. janúar kl. 9. 30 og 10.30 (tímabil 12.jan -16. feb. 2013)
miðvikudaginn 16. janúar kl. 17.00 (tímabil 16. jan. - 20. feb. 2013)

Á námskeiðunum er megináhersla lögð á að kenna í gegnum leik og að börnin upplifi tónlist á jákvæðan og skemmtilegan hátt. 

Markmið námskeiðisins er að börn og foreldrar upplifi á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt ýmiss konar tónlist. Farið er með þulur og lög sungin sem hafa það m.a. að markmiði að kenna börnunum að telja, þekkja litina, þekkja líkamann, húsdýrin okkar og margt, margt fleira. Notuð eru ýmis hjálpargögn til að kynna lögin, s.s. grímur, myndir, brúður og fleira. Einnig er spilað á ýmis einföld hljóðfæri sem henta þessum aldri vel s.s. hristur, trommur, stafi o.fl. og kennd  lög í tengslum við þau.

Á þessum námskeiðum ætlum við meðal annars að hlusta á söguna og tónlistina úr Pétri og úlfinum og kynnast tónlistarefninu Gaman saman með Pétri og úlfinum.
Skráning fer fram á www.hofumgaman@gmail.comNámskeið hefst: 2013-01-12
Námskeið endar: 2013-02-20
Kennsla / umsjón: Linda Margrét Sigfúsdóttir
2013-01-18

Report Listing
Date added: 2013-01-01 22:33:13   

RSS Feeds